teymið

 

Sigurður Harðarson - Managing Partner

Sigurður er með MBA gráðu frá London Business School og hann er löggiltur verðbréfamiðlari. Hann hefur starfað við rekstrar- og fjármálaráðgjöf hjá Centra og áður Capacent og KPMG frá árinu 2001. Sigurður var ráðgjafi hjá Félagi Iðnrekenda 1984-1986 og starfaði hjá DuPont, fyrst í Þýskalandi og síðar í Sviss, við margvísleg störf á sviði fjármála, markaðsmála og stjórnunar frá 1988-2001. Sérsvið Sigurðar eru fjármál, fyrirtækjaráðgjöf og umbreyting fyrirtækja.

Bein lína: +354 450 1507 - GSM: +354 892 6200
 Netfang: sig.hardarson@centra.is

 

KRISTJÁN ARASON - PARTNER

Kristján er með yfir 20 ára reynslu á fjármálamörkuðum.  Hann var deildarstjóri Verðbréfaútgáfu Íslandsbanka og síðar útibústjóri hjá Íslandsbanka.  Hann var framkvæmdastjóri Einkabankaþjónustu Kaupþings á Íslandi og síðar Viðskiptabankaþjónustu hjá Kaupþingi til ársins 2009.  Hann starfaði síðan sem fjármálaráðgjafi hjá Capacent Glacier og síðast vann hann sem deildarstjóri söludeildar fyrirtækjasviðs hjá N1. Kristján er viðskiptafræðingur (Cand. Oecon) frá Háskóla Íslands og er einnig með löggildingu til verðbréfamiðlunnar. Kristján var atvinnumaður í handknattleik í Þýskalandi og á Spáni í mörg ár.  Einnig hefur Kristján þjálfað í mörg ár bæði innanlands og sem atvinnu þjálfari í Bundesligunni í Þýskalandi.

Bein lína: +354 450 1505 - GSM: +354 660 3305
Netfang: kristjan.arason@centra.is


KARL ÞORSTEINS - PARTNER OG FORMAÐUR STJÓRNAR

Karl er með meistaragráðu í stjórnun og fjármálum frá London Business School og er viðskiptafræðingur (Cand. Oecon.) frá Háskóla Íslands. Hann hefur mjög víðtæka reynslu sem stjórnandi, stjórnarmaður og ráðgjafi í fjölda verkefna fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Karl var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Búnaðarbanka Íslands (síðar KB banka) og stofnaði og stýrði útibúi MP Banka í London. Eftir heimkomu hefur Karl sinnt ráðgjöf fyrir fyrirtæki og fjárfesta ásamt stjórnarstörfum fyrir félög með mjög fjölbreyttan og ólíkan rekstur.

Karl tók sæti í stjórn Centra árið 2022 sem stjórnarformaður.

GSM: +354 896 2916

Netfang: karl@centra.is

INGVAR GARÐARSSON - PARTNER OG VARAFORMAÐUR STJÓRNAR

Ingvar er viðskiptafræðingur (Cand. Oecon) frá Háskóla Íslands og fékk hann löggildingu til endurskoðunar 1996. Ingvar hefur víðtæka reynslu af fjármálum, uppbyggingu, rekstri og stefnumótun fyrirtækja. Ingvar vann hjá Coopers & Lybrand í 8 ár við endurskoðun og ráðgjöf. Á árunum 2000 til 2007 byggði Ingvar upp fjarskiptafyrirtæki á Íslandi (Halló/Vodafone) og Írlandi (Magnet Networks). Síðustu árin hefur Ingvar stýrt uppbyggingu framleiðslufyrirtækja í matvælaiðnaði í Bretlandi, Kanada og Grænlandi auk þess að koma að öðrum fjármála- og rekstrartengdum verkefnum hér á landi.

Ingvar tók sæti í stjórn Centra árið 2022 og er varaformaður stjórnar.

GSM: +354 820 5050

Netfang: ingvar.gardarsson@centra.is

HERMANN BALDURSSON - PARTNER OG STJÓRNARMAÐUR

Hermann er með MBA gráðu frá Michigan State University og með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur komið að fjölda verkefna á sviði stefnumótunar og fyrirtækjaráðgjafar. Sérsvið hans er í orkugeiranum, en hann hefur unnið að jarðhitaverkefnum um allan heim, ástamt því að sinna ráðgjöf við íslensku orkufyrirtækin.

Hermann tók sæti í stjórn Centra árið 2022.

Bein lína: +354 450 1506 - GSM: +354 690 0611

Netfang: hermann.baldursson@centra.is